top of page
Writer's pictureLuna Karuṇā

Daglegar athafnir fyrir eldhúsnornina

Hér eru nokkur atriði til þess að rækta eldhúsnornina í þér. Þú getur reynt að gera þennan lista að daglegum athöfnum eða gripið í þetta þegar tækifæri gefst.




Jurtagarður heima

Hvort sem þú setur niður fræ eða kaupir kryddjurtir í mold í matvöruverslun, þá er eitthvað svo sérstakt að nota jurtir sem þú hefur hugað að og ræktað. Þú þarft ekki að eiga garð, þótt það sé auðvitað kostur.


Ef þú átt garð þá eru möguleikarnir margir og þá aðallega grænmeti, rætur og kartöflur til dæmis.

Ef þú ert með svalir er hægt að nýta kör og stóra blómapotta til þess að rækta ýmislegt eins og gulrætur, allskyns kál og brokkolí. Garðskálar eru frábærir fyrir vínber, gúrkur, tómata og paprikur og allskyns kryddjurtir.


Flestir í Reykjavík hafa mögulega ekki aðgengi í garð til þess að rækta, mögulega ekki með svalir né garðskála en margt er hægt að rækta í eldhúsglugganum. Sumir gætu þurft lítinn lampa, sérstaklega yfir vetrartímann.

Kryddjurtagarður er það sem flestir geta hugsað um.





Brugga nornaseyði

Til er te fyrir hvert einasta tilefni. Hvort sem þú ert að byrja daginn þinn, í miðjum degi, kvölds eða rétt fyrir svefninn þá er te alltaf gott. Því þú getur valið á milli svo margra jurta; rætur, blóm, laufblöp stilkir...


Það getur verið gaman er að rækta sitt eigið te og það getur verið mjög skemmtilegt að týna jurtir í seyðið sitt. Það er misjafnt eftir plöntum hvort hentugra sé að týna á vorin, sumrin eða haustin. Svo þurrkar þú og setur í krukkur til þess að eiga yfir veturinn.


Til dæmis geta te verið verið bólgueyðandi, róandi, hressandi, styrkjandi fyrir taugakerfi og ýmis líffæri, áhrif á hormónakerfið, góð fyrir slímhúðina og svo margt fleira.


Þú getur sett ásetning í bollan á meðan hann er að verða tilbúinn; hugmynd eða sýn sem þú vilt að verði að veruleika eða tilfinningu sem þú vilt magna. Á meðan þú drekkur bollann ímyndaru þér og leyfir þér að líða eins og þetta sé orðið að veruleika.






Eldhúsgaldrabók

Þín eigin Galdrabók fyrir eldhúsið þitt.


Uppskriftir, upplýsingar um næringarefni og upplýsingar um jurtir. Í raun allt sem þér dettur í hug sem gæti verið gott að fletta upp í. Mundu bara að hún verður ekki fullkomin strax, þú getur alltaf hreinskrifað seinna, það sem skiptir mestu máli er að byrja.


Skrifa niður þær uppskriftir sem þú kannt, uppskriftir úr fjölskyldunni og hvaðan þær koma og googlaðu uppskriftir sem þú vilt nýta oftar. Hægt og rólega getur þú bætt við hvaða eiginleikar fylgja vissum lækningajurtum og svo jafnvel skrifað niður næringarefnin, hvar þau finnast og hvað þau gera.





Dagleg grasafræði.

Eldhús nornir nota náttúrulyf og alls kyns kryddjurtir í verkum sínum, fyrir næringu, fyrirbyggjandi gegn sjúkdómum, til þess að lækna og laga en líka fyrir bragð og lykt. Góð leið til þess að dýpka þekkingu þína og tengingu við eldhús galdrana þína er að taka fyrir eina plöntu á dag.


Byrjaðu á þeim kryddum og jurtum sem þú átt heima og notar, og kannaðu svo jurtir sem þú ert óvanari að nota. Settu smá af jurtinni í höndina, nuddaðu saman, smakkaðu og lyktaðu. Flettu upp meðal annars hvort og hvernig þessi jurt tengist þjóðsögum, hvar hún vex, hvernig er hægt að nýta hana, hvort hægt sé að rækta hana heima, hvort plantan er lækningajurt og hvaða efni finnast í plöntunni. Notaði svo jurt dagsin yfir daginn, hvort sem þú gerir te eða notar í matargerð. Hérna er tilvalið að bæta upplýsingum í Eldhúsgaldra bókina.





Eldhús altar

Altari í eldhúsinu þarf ekki að vera flókið og stórt. Smá staður þar sem þú jarðtengir þig áður en þú galdrar í eldhúsinu og þar sem þú þakkar fyrir eftir að hafa galdrað.


Þar væri hægt að geyma til dæmis eldhúsgaldrabókina, mortar, kerti og nokkra hluti sem þú tengir við seiðkonuna eða seiðkarlinn í þér.


Þú ert aðal leyniefnið í uppskriftinni. Þín blessun á matinn eða seyðið. Þín tíðni. Það sem þú hugsar og finnur smitar það sem þú skapar og þess vegna mikilvægt að tengjast vel inn á sig áður en farið er að matreiða eða vinna í eldhúsinu. Eldhúsið er heilagt. Þarna gerast miklir galdrar og við erum það sem við borðum og drekkum. Seiðlistin umbreytir öllu sem við setjum inn um okkar varir, líkaminn tekur það í sundur og nýtir á einhvern hátt.






Þrif og frágangur

Ef það er eitthvað sem hindrar eldhúsgaldra þá er það að koma að eldhúsinu óhreinu og óskipulögðu. Best er að skilja við eldhúsið á hverju kvöldi eins og þú vilt koma að því daginn eftir.


Reglulega taka úr ísskápnum og þrífa hann með vatni og ilmkjarnaolíum, þær eru flestar bakteríudrepandi. Reglulega taka úr skápnunum og þrífa þar, og raða á skipulagðan hátt þar sem er til í skápunum.. Hreinsaðu ofninn reglulega svo það byggist ekki upp óhreinindi sem verður erfiðara að hreinsa með tímanum. Hreinn vaskur og hreint leirtau. Það er svo gott að koma að eldhúsinu hreinu og þurfa ekki að leita af hlutum og áhöldum. Það er dásamlegt ráð að nota raka tusku og ilmkjarnaolíur til þess að þrífa eldhúsið því ilmkjarnaolíur eru flestar mjög bakteríudrepandi en líka svo ilmandi. Svo er líka hægt að brenna jurtir eins og rósmarín eða salvíu til þess að hreinsa loftið eftir matargerð eða spreyja með vatni og ilmolíum.





 

En eins og með alla galdra, allt sem við gerum, þá ert oft dagamunur á okkur. Svo ekki draga þig niður þótt þú eigir slæma daga, því oftar sem þú iðkar galdrana í eldhúsinu því magnaðri verða þeir. Hvort sem það er daglega eða reglulega þá skiptir mestu máli að gefast ekki upp

 


-Ekki hika við að gerast meðlimur í Sveimi Nornahorns til þess að taka þátt í Málþingi og skilja eftir komment á pistlum.

Sameinum krafta okkar og deilum okkar þekkingu.


Ég trúi því að við eru öll alkemistar, seiðkonur og seiðkarlar. Því meðvitaðri sem við erum því magnaðri verða galdrarnir.

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page