top of page
Writer's pictureLuna Karuṇā

Nornaáróðurinn.

Updated: Oct 23, 2020

Núna er tíminn til þess að hreinsa þennan áróður um það hvað það er að iðka persónulega galdra og seiðlist. Hreinsum orðið og stígum með öllu afli inn í töfraheiminn sem býr bæði inra með okkur og allt í kring.



Norn? Hvað er það?



Margir hafa mjög ólíkar hugmyndir um það hvað það er að vera norn.

Það fer algerlega eftir því á hvaða tíma og í hvaða menningu þú miðar við.


Sumir sjá þetta sem hrós og aðrir sem móðgun.

Sumir sjá þetta sem lífstíl og aðrir sem grín.


Til þess að átta sig betur á hversu margslungið þetta hugtak er, þá er best að kanna aðeins söguna sjálfa og tímabilið sem hafði mest áhrif á Nornir seinustu 1000 árin.




John William Waterhouse, The Magic Circle, 1886





Þegar kaþólska kirkjan byrjaði að skríða yfir Evrópu héldu samfélögin þó ennþá í sína siði. En fljótt breyttust hefðirnar og kaþólskar hátíðir tóku yfir. Enn var óhætt að iðka galdra og Pagamisminn lifði undir tjaldi Kirkjunnar. Meira að segja eru nornir nefndar í Biblíunni:

Frá 1250 og upp að 1400 var skilgreiningin á norn í sögum og heimildum mjög óljós og í raun kynlaus og aðalega tengt þeim sem voru að aðstoða fólk við heilun og umbreytingar; seiðkonur, seiðkarlar. Og þeim sem höfðu mikla tengingu við náttúruna og náttúruöflin. Einnig fór sem hafði mikla þekkingu á einhverju sem almenningur vissi lítið um. Því jú það sem þú skilur ekki er oft töfrum líkast.


Fyrir tíma plágunnar á 13.öld var staða kvenna í Evrópu sterkari en marga grunar, til dæmis voru konur í Engladi með sterkari rétt í arf. Þótt konur voru alls ekki með jafnrétti á við karla þá var staðan margfalt betri en á Miðöldum.

Og þegar Kirkjan fór að setja fleiri bönn á helgisiði og helgiathafnir Pagamisma sem voru ekki beintengdar á allan hátt Kirkjunni urðu þeir sem iðkuðu þessa siði að fara í felur.


Fyrir tíma plágunnar var það talið viðringarvert að vera þessi manneskja, full af visku til að umbreyta og og hafa áhrif, með þekkingu á lækningarmætti náttúrunnar og hugans. Einskonar vitringur.


En eftir pláguna þurfti fólk að kenna einhverju um.


The capture of Jean d’Arc by Adolphe Dillens. 1847-1852


1431. Jóhanna af Örk er brennd á báli. Meðal annars fyrir galdraiðkun (witchcraft)

Þarna tekur við tímabil bálfara.



1487. Malleus Maleficarum, Nornahamarinn kemur út. Bók eftir Heinrich Kramer.

Ein áhrifaríkasta bók mannkynssögunnar segja sumir, enda ýtti hún undir Nornaveiðar sem stóðu yfir í hundruðir ára um alla Evrópu og í raun enn í dag um allan heim.


Kramer var augljóslega yfirfullur af innilegu kvennahatri sem litar alla söguna. Eftir að bókin kom út urði Nornaveiðarnar beindar að konum aðalega. Bókin talar fyrir því að Nornir eru hórur Satans og nauðsynlegt sé að útsýma þeim öllum.

Áður en bókin kom út vann Kramer hörðum höndum í baráttunni gegn óvinum Kirkjunnar og þeim sem stunduðu guðlast. Hann var vel tengdur inn í Kirkjuna og vel menntaður.

Árið 1484 fór hann fór alla leið til Páfans og fékk fullt leyfi til að gera allt það sem þarf til þess að stöðva galdraiðkun og guðlasti.

Hann fór strax í öfgana á pyntungum fyrir játningar. 1486 stöðvaði biskupinn Golser hann og rakk hann í burtu af sínu svæði fyrir óþarflega harkalegar pyntingar. Mögulega ýtti það undir að Kramer skrifar Nornahamarinn árið 1487.

Bókin varð svo gífurlega vinsæl og í rauninni ómögulegt að segja til um áhrifin sem þessi bók hafði.


Albrecht Dürer, The Four Witches, ca. 1497.


Bókin var svo hryllilega ógeðsleg að fólk átti nánast ekki sjéns; hér eru dæmi. Djöfullinn gæti verið að senda þér skilaboð ef fluga flaug í átt að þér og þannig augljóst að þú værir í slagtogi við Djöfulinn. Ef þú sést tala við vinkonu þína gætu þið verið að skiptast á skilaboðum frá Djöflinum, svo konur voru nú í hættu aðeins við það að eiga vinkonur. Konur sem tóku á móti börnum voru álitnar í liði með Djöflinum, hvernig annars getur ljósmóðir komið lífi í barn sem virðist fæðast andvana. Konur voru langoftast í stöðu lækna fyrir þennan tíma en það færðist að mestu yfir á karla. Venjulegur fæðingarblettur gæti verið Djöflablettur, og aðferðirnar voru hryllilegar sem voru notaðar til þess að finna þessa "bletti".




Witches' Sabbath Francisco Goya 1797–1798



Írland var í raun eina landið í Evrópu sem tók ekki þátt í þessari Nornaveiða hysteríu sem hékk yfir Evrópu. Einungis 8 aftökur voru á Nornum í Írlandi frá árunum 1324-1711.


Persónulega er mín kenning sú að í Irlandi var fólk enn mjög tengt þessum "Norræna Shamanisma" var telja má vera lífstílinn og iðkunin sem seinna afmyndaðist í hvað álitið var guðlast samkvæmt Kirkjunni á þessum tímum.




Var þetta kannski pólitík? Yfirvaldið að ráðast aðalega á það fólk í hverju samfélagi sem hafði mestu heilunarorkuna eða mesta umbreytingarkraftinn eða mestu vitneskjuna um lækningar eða vísindi.

Eftir þetta voru konur nánast ekki lengur læknar og læknastéttin varð nánast einungis karlar.






Nornaveiðarnar voru í raun aðeins seinna á ferðinni í Englandi.

En 1603 breyttust lögin. Dauðadómur fyrir að vera bendluð við að búa yfir yfirnáttúrulegur krafti sem er vegna samnings við Djöfulinn. Einhvernskonar galdraiðkun

Engin réttarhöld. Engar sannanir. Nornir, hórur Satans, voru álitnar sökkva skipum, breiða úr faröldrum og hvað annað...

1640 var í raun hápunktur í sögu Nornaveiða í Englandi. 1736 voru þessi lög lögð niður.


Hér er heimildarmynd um hvað fór fram í Englandi á tímum Nornaveiðanna.




140 views1 comment

Recent Posts

See All

1 Comment


Inja
Inja
Aug 06, 2020

Skemmtilegur pistill um nornir 🤗.

Að mínu mati er það hól þegar ég er sögð norn ,norn í dag er ekki brennd á báli eða hengd ,þannig að ég geng stolt og óhult um. En þeir eru margir sem eru hræddir við eitthvað sem þeir skilja ekki og ég virði það 🧙‍♀️. Sonur minn til dæmis hefur alltaf litið á mig sem göldrótta og í raun frekar stoltur en hræddur eða skammast sín fyrir mig og það sem ég geri 😊.

Það eru mikil forréttindi að telja sig vera í þessum hóp og ég mun halda ótrauð áfram að gera gott og hjálpa til við að koma röð og reglu á það sem betur má fara í heiminum 🌍.

Hlakka…

Like
Post: Blog2_Post
bottom of page