top of page
Writer's pictureLuna Karuṇā

Vetrarnætur

Updated: Nov 1, 2020


Þetta hefur verið tilefni hátíða á Íslandi allt frá formlega landnáminu.

Áður fyrr voru þetta í raun áramót þar sem veturinn var talinn koma á undan sumrinu.

Dauðanum er fagnað því honum fylgir endurfæðing.

Dauðinn er óslítanlegur partur af lífinu og þess vegna er mjög heilbrigt að vera meðvituð um að við munum sjálf einn daginn leggjast í okkar hinsta dvala og sameinast Jörðinni.

Þessi áminning hvetur okkur til þess að nýta lífið betur, ekki gleyma okkur í óþarfa gremju og óánægju yfir ómerkilegum atriðum sem skipta okkur ekki miklu máli þegar litið er á stóra samhengið. Þessi áminning hvetur okkur til þess að gefa meira af okkur, þiggja það sem lífið gefur okkur og gera okkar besta með það sem við höfum.


Margir kannast við hátíð nágranna okkar í Skotlandi, Samhain; sumarendir.



Hér á Íslandi er fólk sem heldur uppá fyrstu vetrarnóttina með helgiathöfnum sem heiðra Dauðann; þetta margslungna og magnaða fyrirbæri.


Sumar fjölskyldur hér á landi halda vetrarveislu þar sem stórfjölskyldan hittist og borðar saman og minnast þeirra sem fallin eru frá; deila minningum þau sem farin frá okkur og kveikja á kertum til þess að heiðra látna ættingja og vini.


Lífið er hverfult og ekkert er sjálfsagt.




Eldgaldrar eru mjög vinsælir á þessum tíma. Tilvalið að sitja við bál eða kertaljós og ígrunda. -Hvað er ég þakklát fyrir að hafa nú þegar? -Hvað er ég tilbúin að kveðja?



Það er eitthvað svo innilega frumstætt sem vaknar innra með okkur þegar við störum í eldinn. Flestar okkar formæður og forfeður hafa setið og talað við eldinn, allt frá örófi alda, í mörg morg þúsundir ára. Þetta er innileg leið til þess að vekja erfðaminnið þitt og tengjast öllum þeim sem komu á undan þér og lifa innra með þér.



Að horfa í eldinn hjálpar okkur að komast í núvitund en einnig hefur eldurinn viss dáleiðandi áhrif og getur aðstoðað okkur við að tæma hugsunarhugann og ferðast í undirmeðvitundina.





Eldurinn er einnig partur af okkur. Vöxtur, ástríða, umbreyting, vilji, kraftur og innsæi. Þegar eldurinn er í jafnvægi þá þá komum við öllu í verk.

Eldurinn skal vera í jafnvægi því annars getur skapast hvatvísi, stjórnsemi, ýtni, útbruni, kvíði, eyðilegging og sársauki.

Að stara í eldinn er mjög góð leið til þess að tengjast undirmeðvitundinni.


Og sérstaklega á veturnar, þegar myrkrið er mikið og næturnar langar, þá er tilvalið að þjálfa sig í því að ferðast vakandi yfir í draumaheiminn, að halda meðvitund á meðan við ferðumst yfir hulu vitundar og inn í undirmeðvitundina.


-Heimsókn til Hel, í undirheima meðvitundar.


Því hver nótt er viss dauði...


Margir trúa því að með því að þjálfa þetta eru meiri líkur á því að deyja hinum stóra dauða vakandi, að ferðast meðvitað úr þessu jarðneska lífi yfir í næsta draum. Talið var þó að þjálfunin gæti tekið langar tíma af stöðunum tilraunum, jafnvel áratugi eða mögulega margar kynslóðir.




Veturinn gefur okkur tækifæri til þess að ferðast inn á við, finna meiri kyrrð og ró.

Tilvalinn tími til þess að endurskoða hvað það er sem þú ætlar að skilja eftir, kveðja eða sleppa.

Skapa visst tómarúm fyrir eitthvað nýtt.

Leita dýpra inn í okkur, okkar venju og siði. Tengjast kjarnanum þínum og finna hvað skiptir þig miklu máli og hvað skiptir mig minna máli.


Leyfðu þér að fara í vissann dvala.






Hér áður fyrr var spáð í vetrarbrautina sjálfa fyrir komandi veður vetursins, þar sem hún var lesin frá austri til vesturs. Stundum í lok ágúst en oftast í nóvember mánuði.





Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page